Sjóvá-Almennar tryggingar hf. („Sjóvá“) hefur gengið til samninga við Arion banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af Sjóvá í Kauphöll Íslands NASDAQ OMX Iceland. Samningi við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt hefur verið sagt upp.
Fjárhæð kaup- og sölutilboða, skal vera að lágmarki 1.000.000 bréf af nafnvirði á gengi sem Arion banki ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða er 1,5%. Eigi Arion banki viðskipti með bréf félagsins fyrir 80 m.kr. ISK að markaðsvirði eða meira í sjálfvirkri pörun (e. „automatch“) innan dags, sem fer um veltubók Arion banka (markaðsvakt bankans), falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10,0% er Arion banka heimilt að auka hámarksverðbil í 4,0%.
Samningurinn er ótímabundinn kemur til framkvæmda frá og með 17. desember 2019. Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.
Eftir að þessar breytingar koma til framkvæmda eru eftirfarandi tveir viðskiptavakar með bréf Sjóvá í Kauphöll Íslands; Arion banki hf. og Landsbankinn hf.
Í viku 48 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. („Sjóvá“) 72.568 eigin hluti að kaupverði 1.273.568 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð (gengi) | Kaupverð (kr.) |
26.11.2019 | 10:06:38 | 72.568 | 17,55 | 1.273.568 |
Samtals | 72.568 | 1.273.568 |
Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 31. október 2019.
Sjóvá átti 42.517.234 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 42.589.802 eigin hluti eða sem nemur 3,07% af útgefnum hlutum í félaginu.
Kaupum samkvæmt endurkaupaáætluninni er nú lokið. Sjóvá hefur keypt samtals 14.196.228 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 1,02% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 249.999.984 kr. Samkvæmt áætluninni máttu endurkaup nema að hámarki 15.822.785 hlutum eða sem nemur 1,14% af útgefnum hlutum í félaginu þó ekki meira en 250.000.000 kr. Sjóvá á samtals 3,07% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.389.196.763.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“
Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, s. 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is
Í viku 47 keyptu Sjóvá-Almennar tryggingar hf. 4.227.480 eigin hluti að kaupverði 74.474.335 kr. eins og nánar er greint frá hér á eftir:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð (gengi) | Kaupverð (kr.) |
18.11.2019 | 14:11:23 | 1.413.740 | 17,8 | 25.164.572 |
19.11.2019 | 10:26:45 | 1.413.740 | 17,45 | 24.669.763 |
20.11.2019 | 14:28:48 | 1.400.000 | 17,6 | 24.640.000 |
Samtals | 4.227.480. | 74.474.335 |
Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 31. október 2019.
Sjóvá átti 38.289.754 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 42.517.234 eigin hluti eða sem nemur 3,06% af útgefnum hlutum í félaginu.
Sjóvá hefur keypt samtals 14.123.660 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 1,02% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 248.726.416 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 15.822.785 hlutum eða sem nemur 1,14% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 250.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi fram að aðalfundi félagsins 2020, en þó aldrei lengur en til 6. mars 2020, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við VIII. kafla laga um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005, sem ber heitið „Viðskipti með eigin bréf í endurkaupaáætlunum og verðjöfnun fjármálagerninga.“
Nánari upplýsingar veitir:
Sigríður Vala Halldórsdóttir, fjárfestatengill, s. 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is
Á stjórnarfundi Sjóvá-Almennra trygginga hf. í dag tilkynnti Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður, stjórn félagsins um þá ákvörðun sína að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá vegna anna.
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður, mun taka við stjórnarformennsku í stað Björgólfs. Þá mun Erna Gísladóttir, varamaður í stjórn Sjóvá, taka sæti í stjórn félagsins.