Yfirlit yfir tryggingu
Ábyrgðartrygging ökutækis tryggir þig fyrir því tjóni sem þú veldur öðrum með notkun ökutækisins. Það á bæði við um tjón á eignum og slys á fólki. Slysatrygging ökumanns og eiganda tryggir bæði ökumann og eiganda sem farþega í ökutækinu, hvort sem ökumaður er eigandi farartækisins eða ekki.
Lögboðna ökutækjatryggingu þarf að kaupa fyrir öll skráningarskyld ökutæki og eru vátryggingafjárhæðir ákveðnar samkvæmt umferðarlögum. Þegar þú kaupir ökutæki hjá bifreiðaumboði eða bílasölu sendir bílasalinn tilkynningu um eigendaskipti til Samgöngustofu, en annars þarf seljandi að skila tilkynningunni inn.