
Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu hafmeyjuna
Leikhópurinn Lotta frumsýnir sumarsýningu sína, Litlu hafmeyjuna, laugardaginn 25. maí.
Viðskiptavinir okkar í Stofni fá frítt fyrir tvö börn með keyptum fullorðinsmiða á sýninguna, hvar sem er á landinu. Til að nýta sér tilboðið ferðu inn á Mínar síður þar sem þú finnur miða sem gildir fyrir tvö börn með keyptum fullorðinsmiða.
Leikhópurinn Lotta hefur verið starfandi í 13 ár og er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir skemmtilegar sýningar þar sem hinar og þessar ævintýrapersónur koma við sögu. Sem fyrr ætlar Lotta að ferðast um allt land með sýninguna og því um að gera að kynna sér hvenær þau verða í nágrenni við þig í sumar.